spot_img
HomeFréttirArnþór og Eysteinn áfram hjá Stjörnunni

Arnþór og Eysteinn áfram hjá Stjörnunni

Stjarnan hefur endurnýjað samninga sína við þá Arnþór Frey Guðmundsson og Eystein Bjarna Ævarsson um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Dominos deild karla. Þetta er tilkynnt á facebook síðu félagsins fyrr í dag.

 

Arnþór hefur leikið með Stjörnunni frá janúar 2016 en hann hefur einnig leikið með Fjölni, Tindastól og Albacete á Spáni. Hann er með 8,2 stig og 3 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

 

Eysteinn Bjarni er að hefjast sitt þriðja heila tímabil hjá Stjörnunni en hann kom frá  Hetti en hefur einnig leikið með Keflavík. Hann er með 6,2 stig og 3,8 fráköst að meðaltali á síðustu leiktíð fyrir Stjörnunnar sem féll úr leik fyrir ÍR í átta liða úrslitum Dominos deildarinnar. 

 

Fyrr í vor tók Arnar Guðjónsson við þjálfun liðsins af Hrafni Kristjánssyni. Þá er Dagur Kár Jónsson kominn aftur heim í Stjörnuna og lykilmenn á borð við Hlyn Bæringsson og Tómas Þórð samið á ný við liðið. Í tilkynningunnni kemur einnig fram að Colin Pryor muni leika sem íslendingur á næstu leiktíð en hann hefur búið lengur en þrjú ár samfellt á Íslandi. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -