Arnþór Freyr Guðmundsson skrifaði í dag undir eins árs samning við KKD Fjölnis. Arnþór mun, auk þess að spila, sjá um þjálfun yngriflokkaliðs hjá Fjölni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjölnismönnum.
Í tilkynningunni segir einnig:
Arnþór er uppalin hjá Fjölni en var atvinnumaður hjá Albacete á Spáni síðast vetur og stóð sig frábærlega. Það er samkomulag á milli KKD Fjölnis og Arnþórs að hann geti farið aftur í atvinnumensku, óski hann þess, á tímabilinu. Það er ómetanlegur styrkur fyrir Fjölni að fá þennan mikla snilling aftur heim, bæði sem leikmann og þjálfara.