spot_img
HomeFréttirArnþór Freyr til Hauka

Arnþór Freyr til Hauka

Hafnfirðingar fengu góðan liðsstyrk fyrir baráttu næsta veturs en Arnþór Freyr Guðmundsson skrifaði undir eins árs samning við Hauka í morgun.
 
Arnþór var einn af lykilmönnum Fjölnis síðasta vetur þar sem hann gerði 10 stig að meðaltali 3.5 fráköst og 3.2 stoðsendingar og er hann þriðji leikmaðurinn á stuttum tíma sem Fjölnismenn missa frá sér.
 
Arnþór er uppalinn í Fjölni og hefur leikið upp alla yngriflokka félagsins. Það lá því beinast við að spyrja hann, þegar karfan.is hitti á hann, hvort það hafi ekki verið erfitt að yfirgefa æskuslóðirnar.
 
„Já það var mjög erfitt. Ég er búinn að spila í Grafarvogi í mörg ár og vinna fullt af titlum með yngriflokkum Fjölnis. Ég ákvað hins vegar að halda mér í úrvalsdeildinni og þurfti svolítið að hugsa fyrst og fremst um sjálfan mig til þess að verða betri leikmaður en þetta er mjög erfitt,“ sagði Arnþór
 
„Mér lýst vel á Hauka og þetta er spennandi áskorun fyrir mig að koma frá uppeldisfélaginu. Mér lýst vel á allt sem tengist félaginu, hérna er góð aðstaða og Haukar með flott og spennandi lið,“ sagði kappinn þegar hann var spurður af hverju Haukar urðu fyrir valinu en nokkur önnur félög stóðu honum til boða.
 
Arnþór sagði jafnframt að ástæða þess að hann valdi Hafnarfjörðinn sem næsta viðkomustað að verkefnið framundan væri spennandi áskorun og að hópur Hauka væri góður en Haukaliði vann sig aftur upp í úrvalsdeildina eftir árs viðkomu í 1. deildinni.

Mynd/ Arnþór handsalar samninginn ásamt Ívari Ásgrímssyni, þjálfara, og Baldri Óla Sigurðssyni, varaformanni meistaraflokksráðs. 

 
Fréttir
- Auglýsing -