spot_img
HomeFréttirArnþór Freyr með Stjörnunni næstu tvö tímabilin

Arnþór Freyr með Stjörnunni næstu tvö tímabilin

Bakvörður Stjörnunnar Arnþór Freyr Guðmundsson hefur framlengt samning sínum við félagið út tímabilið 2022-23. Arnþór kom til Stjörnunnar árið 2016 og hefur síðan þá leikið 155 leiki fyrir félagið, meðal annars unnið tvo bikarmeistaratitla og deildarmeistaratitil með þeim. Það sem af er tímabili hefur Arnþór skilað 8 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í 23 leikjum.

Tilkynning:

Addú framlengir!


Arnþór Freyr Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar til tveggja ára eða til loka tímabilsins 2022-2023.
Addú kom til félagsins í janúar 2016 og hefur leikið 155 leiki fyrir Stjörnuna. Hann hefur verðið mikilvægur hlekkur í liðinu öll þessi ár og unnið 2 bikarmeistaratitla og 2 deildarmeistaratitila með félaginu
Það er mikið gleðiefni að búið sé að tryggja starfskrafta Addú næstu árin.
Fleiri fréttir af samningamálum væntanlegar fljótlega.

Fréttir
- Auglýsing -