spot_img
HomeFréttirArnþór Freyr Guðmundsson: Stefnum á úrslitaleikinn

Arnþór Freyr Guðmundsson: Stefnum á úrslitaleikinn

20:20

{mosimage}

Arnþór Guðmundsson lék sinn fyrsta leik á Norðurlandamótinu í ár gegn Svíum í dag, þar sem hann varð eftir heima í gær vegna veikinda.  Arnþór lék engu að síður ágætlega og skilaði 2 stigum og 3 fráköstum á 9 mínútum.

Þú ert kominn til leiks núna, hvað veldur því að þú komst ekki fyrr en í dag?
Ég er búinn að vera með magaveiki síðan á þriðjudaginn og sá mér ekki fært að mæta fyrr en núna bara.

Það hljóta að vera ákveðin vonbrigði að komast ekki með liðinu í gær og taka þátt í leiknum gegn Finnum.
Já, en ég vildi frekar vera veikur heima en að veikjast hérna úti.

Þú komst inn í liðið í dag, var það þín innkoma sem hafði þessi jákvæðu áhrif á íslenska liðið sem tryggði liðinu sigur?
Nei, ég vil ekki meina það, það var liðsheildin sem vann þennan sigur.

Þetta var góður sigur hjá ykkur gegn góðu liði Svía.  Þið töpuðuð gegn þeim fyrir 2 árum með meira en 40 stigum, hvað er það sem hefur breyst á þessum 2 árum?
Við erum búnir að bæta okkur helling og það hafa verið miklar breytingar á þessu Svíaliði og þar munar.

Hvert er markmiðið hjá ykkur núna fyrst þið töpuðuð illa í gær gegn Finnum og unnuð Svía nokkuð örugglega núna.  Hafa markmiðin eitthvað breyst eftir þessa tvo fyrstu leiki?
Nei, þau hafa ekki breyst.  Við stefnum að sjálfssögðu á úrslitaleikinn og við tökum bara einn leik fyrir í einu.

Texti og mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -