spot_img
HomeFréttirArnþór fékk 3 mínútur í fyrsta leik

Arnþór fékk 3 mínútur í fyrsta leik

Arnþór Freyr Guðmundsson lék í þrjár mínútur um helgina með liði sínu Alcázar í EBA deildinni á Spáni. Alcázar lenti í hörku leik gegn Azuqueca og hafði nauman 66-65 sigur í leiknum. Með sigrinum færðist Alcázar upp í 1.-2. sæti í B-riðli EBA deildarinnar og vermir nú toppinn með varaliði Real Madrid.
 
 
Arnþór sem fór út síðastliðinn miðvikudag fór beint í búning og sagði í snörpu samtali við Karfan.is ekki hafa átt von á því að koma við sögu í fyrsta leik en hann lék þó í þrjár mínútur en tókst ekki að skora á þeim skamma tíma.
 
„Þetta var naumur en óþarflega spennandi sigur, við vorum einhverjum átta stigum yfir þegar mínúta var eftir,“ sagði Arnþór í spjalli við Karfan.is. Nú herðir á dalinn og framundan er að klára deildina og því loknu hefst úrslitakeppnin þar sem í boði er sæti í LEB Silver deildinni (þriðju efstu deild Spánar).
  
Mynd úr safni/ Arnþór í leik með Albacete á síðasta tímabili gegn varaliði Real Madrid en Arnþór og nýju liðsfélagar hans í Alcázar deila einmitt toppsæti deildarinnar með Real Madrid um þessar mundir.
Fréttir
- Auglýsing -