ÍR samdi við sex leikmenn um helgina sem munu leika með liðinu á næstu leiktíð. Einn leikmaður kemur nýr til félagsins.
Arnór Hermannsson mun leika með ÍR á næstu leiktíð en hann kemur frá Breiðablik þar sem hann lék á síðustu leiktíð. Arnór var með 6,8 stig og 4,2 fráköst að meðaltali í leik fyrir lið Breiðabliks á síðustu leiktíð. Arnór er tvítugur leikstjórnandi sem er uppalinn hjá KR.
ÍR sem komst í úrslitaeinvígið á síðustu leiktíð er að undirbúa lið sitt fyrir næstu leiktíð. Liðið missti Matthías Orra til KR og Hákon Örn til Bandaríkjanna fyrr í sumar en Arnóri er væntanlega ætlað að fylla skarð þeirra.
Einnig sömdu þeir Hafliði Jökull Jóhannesson, Ísak Máni Wíum, Helgi Tómas Helgason, Einar Gísli Gíslason og Skúli Kristjánsson við ÍR.



