spot_img

Arnór í ÍR

ÍR samdi við sex leikmenn um helgina sem munu leika með liðinu á næstu leiktíð. Einn leikmaður kemur nýr til félagsins.

Arnór Hermannsson mun leika með ÍR á næstu leiktíð en hann kemur frá Breiðablik þar sem hann lék á síðustu leiktíð. Arnór var með 6,8 stig og 4,2 fráköst að meðaltali í leik fyrir lið Breiðabliks á síðustu leiktíð. Arnór er tvítugur leikstjórnandi sem er uppalinn hjá KR.

ÍR sem komst í úrslitaeinvígið á síðustu leiktíð er að undirbúa lið sitt fyrir næstu leiktíð. Liðið missti Matthías Orra til KR og Hákon Örn til Bandaríkjanna fyrr í sumar en Arnóri er væntanlega ætlað að fylla skarð þeirra.

Einnig sömdu þeir Hafliði Jökull Jóhannesson, Ísak Máni Wíum, Helgi Tómas Helgason, Einar Gísli Gíslason og Skúli Kristjánsson við ÍR.

Fréttir
- Auglýsing -