spot_img
HomeFréttirÁrni: Við slátrum þeim

Árni: Við slátrum þeim

16:10

{mosimage}
(Næsti leikur verður ekkert mál hjá Árna og félögum)

Árni Ragnarsson var öflugur í liði FSu í gærdag en hann skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hann var sigurreifur eftir leik þegar Karfan.is talaði við hann enda var lið hans að vinna góðan sigur á Hafnfirðingum.

FSu spilaði allan leikinn á háu tempói og Árni sagði að sú góða hvíld sem liðið fékk um jólin hafa skilað sér inn í leikinn í kvöld. ,,Við fengum góða hvíld um jólin en við komum í hvern leik til þess að rústa honum.”

Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik stakk FSu af í þeim seinni og unnu góðan sigur. Sigurinn var afrakstur af góðum varnarleik að mati Árna. ,,Ég myndi segja að í fyrri hálfleik vorum við að gera varnarmistök sem við löguðum í seinni hálfleik. Brynjar þjálfari talaði mikið í hálfleik um hvað við værum að gera vitlaust í vörninni. Við löguðum það í þeim seinni og svo fara skotin að detta þegar vörnin lagast.”

Næsti leikur FSu er gegn grönnum sínum í Þór Þorlákshöfn og þegar Karfan.is spurði hann hvernig sú viðureign myndi fara – stóð ekki á svari Árna. ,,Við slátrum þeim. Við slátrum þeim eins og litlum börnum.”

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -