spot_img
HomeFréttirÁrni Þór tekur við Hamarskonum

Árni Þór tekur við Hamarskonum

Árni Þór Hilmarsson og Lárus Ingi formaður KKD Hamars hafa innsiglað samning um ráðningu Árna sem þjáflara mfl. Hamars kvenna til næstu ára.

 

Næst á dagskrá hjá Hamarsliðinu er ráðning aðstoðarþjálfara með Árna og unnið er að því sem og leikmannamálum fyrir næsta tímabil. Einhverjar breytingar verða á hópnum fyrir næsta vetur. Fyrir Árna þá gengst hann inn í sitt fyrsta úrvalsdeildartímabil en hann hefur áður þjálfað bæði Laugdæli og Hrunamenn í næstefstu deild kvenna og Hrunamenn í 1. deild karla. 

Árni tekur við starfanum af Hallgrími Brynjólfssyni sem stýrt hefur liðinu síðustu þrjú ár en Hallgrímur verður áfram með karlalið félagsins sem leikur í 1. deild á næstu leiktíð. 

Mynd/ Árni Þór og Lárus Ingi í hinu margfræga mjúkhýsi þeirra Hvergerðinga.

Fréttir
- Auglýsing -