10:48
{mosimage}
Í sumar hefur verið mikið á milli tannanna á fólki hvar hinn yfirlýsingaglaði Árni Ragnarsson muni leika næsta vetur. Nú er það komið á hreint og það sem meira er, einnig hvar hann verður veturinn á eftir en þá heldur hann til Bandaríkjanna og fetar í fótspor Íslendinga sem hafa verið í Alabama.
Árni hefur ákveði ð að leika með FSu næsta vetur í Iceland Express deildinni og veturinn eftir mun hann svo leika með Alabama Huntersville skólanum í NCAA II deildinni. Árni heimsótti skólann í sumar og æfði með þeim og spjallaði við þjálfarana auk þess að skoða aðstæður námslega. Skólinn vildi fá hann haustið 2009 og mun Árni halda út þá. Hann sagði við karfan.is að hann hafi næstum verið farinn í annan skóla í haust en fann það svo í heimsókninni til Alabama að það er ekki nóg að fara bara til Bandaríkjanna og spila körfubolta. Umhverfið þarf líka að vera í lagi, námið aðstæður og þjálfun. Honum leist vel á Alabama og því varð það fyrir valinu. Þá spilaði Sævar Sigurmundsson með Alabama lengi en hann lék einmitt með Árna í FSu seinni part vetrar.
Aðspurður um næsta vetur sagði Árni að FSu menn ætluðu að gera sitt besta, þeir væru nýliðar og þyrftu að sanna sig.
Mynd: [email protected]