spot_img
HomeFréttirÁrni Ragnarsson handarbrotinn og frá út tímabilið

Árni Ragnarsson handarbrotinn og frá út tímabilið

12:41

{mosimage}

Lið FSu varð fyrir áfalli í vikunni þegar einn af lykilmönnum liðsins, hinn stóryrti Árni Ragnarsson, handarbrotnaði og verður frá út tímabilið að sögn þjálfara liðsins, Brynjars Karls Sigurðssonar.

Árni var því ekki með liðinu í gær þegar það tapaði fyrir Þór Þ. á Selfossi.

Árni hefur skorað 17 stig að meðaltali í leik fyrir FSu í 1. deildinni í vetur og tekið 8,3 fráköst og gefið 5,8 stoðsendingar.

[email protected]

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -