spot_img
HomeFréttirÁrni og Bjarne til liðs við Mostara

Árni og Bjarne til liðs við Mostara

09:48
{mosimage}

(Árni t.h. og Bjarne t.v. verða í eldlínunni með Mostra í vetur)

Mostri sem leikur í 2. deild karla hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í vetur. Félagarnir Árni Ásgeirsson og Bjarne Ó. Nielsen hafa ákveðið að leika með Mostra í vetur en þeir koma úr röðum silfurliðs Snæfells.
Árni er 192 sm. framherji og þekktur baráttujaxl og á að baki 76 leiki í efstu deild. Bjarne er 190 sm. hár bakvörður og á að baki 64 leiki í efstu deild. Mostramenn verða því vel skipaðir þegar keppni hefst í 2. deild en þeir leika sinn fyrsta leik þann 11. október þegar taka á móti Árvakri kl. 16:00 í Stykkishólmi.

www.mostrisport.com

Fréttir
- Auglýsing -