Árni Ragnarsson verður ekki meira með Fjölni þessa leiktíðina en þetta staðfesti hann í kvöld í útvarpsviðtali hjá Gesti Einarssyni frá Hæli. Gestur stjórnar þættinum Sportþátturinn Mánudagskvöld á útvarpi Suðurland FM 96,3.
Árni sagði í samtalinu við Gest að hann yrði ekki meira með þetta tímabilið í Domino´s deildinni vegna meiðsla. Hann yrði fær um að spila aftur í fyrsta lagi eftir þrjá mánuði eða svo en þá myndi Árni Ragg ekki snúa aftur heldur ,,skrímsli.”
Í viðtalinu kom einnig fram að hann tippaði á að KR yrði Íslandsmeistari að því gefnu að hann mætti ekki velja sitt eigið lið.
Sportþátturinn Mánudagskvöld fór fram í kvöld á þriðjudagskvöldi, smá að hliðra til að þessu sinni, en hægt er að fylgjast með Gesti Einarssyni fara mikinn í þáttunum á Facebook.



