Þjálfarinn Árni Þór Hilmarsson virðir fyrir sér úrslitaseríu Snæfells og Keflavíkur sem hefst á eftir kl. 19:15 í Stykkishólmi. Árni segir nánast vonlaust að spá öðru hvoru liðinu titlinum.
Geggjað einvígi í vændum, þar sem tvö frábærlega mönnuð og vel þjálfuð lið mætast. Efstu tvö frá deildarkeppninni og liðin standa jöfn eftir veturinn í deild 2-2. Það er nánast vonlaust að spá öðru hvoru liðinu titli, þar sem mjög erfitt er að segja hvað gæti skorið úr um úrslitin. Augljóslega hafa Snæfellingar heimavöllin og reynsluna frá því fyrra. Keflvíkingar kunna illa við titillaus ár og hungrið og hæfileikarnir í ungu stelpunum getur fleytt þeim langt. Bæði lið eru þekkt fyrir góðan varnaleik og það er líklega ástæðan fyrir góðu gengi þeirra. Einvígið fer vonandi í oddaleik, a.m.k tvær framlengingar í seríunni og brjáluð stemmning. Ég hallast þó að því að heimavöllurinn komi til með að ráða úrslitum og Snæfellingar verji titilinn, en það kæmi ekkert á óvart ef Keflavík tæki þetta svo mjótt er á munum milli þessara tveggja liða.



