16:19
{mosimage}
(Árni með Snæfellingum gegn Grindavík í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð)
Bakvörðurinn baráttuglaði Árni Ásgerisson er á leið á mölina úr Stykkishólmi en í haust hefur hann líffræðinám við Háskóla Íslands. Árni mun því ekki leika með Snæfellingum á næstu leiktíð en þetta staðfesti hann í samtali við Karfan.is þegar hann var staddur við Lúðuveiðar skammt undan Stykkishólmi í dag.
,,Ég er enn að jafna mig af smá bakmeiðslum sem ég var að glíma við megnið af síðustu leiktíð svo ég er ekkert byrjaður að æfa,” sagði Árni sem lék 21 deildarleik með Hólmurum á síðustu leiktíð og gerði að jafnaði 2,0 stig á leik.
,,Það er alveg inni í myndinni að fara í Fjölni því ég þekki vel til Bárðar. Það verður fínt að fara í 1. deildina fyrir mig því ég hef verið að leika með mjög sterku úrvalsdeildarliði undanfarið og kannski ekki fengið margar mínútur og fæ því kannski fleiri mínútur með Fjölni. Ég hef samt ekki enn gert endanlega upp hug minn,” sagði Árni en ljóst má vera að Snæfellingar missa þarna sterkan leikmann sem mun væntanlega nýtast vel á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem það verði í röðum Fjölnis eða hjá öðru liði.