spot_img
HomeFréttirArnar: Þetta er bara geggjað!

Arnar: Þetta er bara geggjað!

Sigtryggur Arnar hefur verið algerlega geggjaður eftir að hann kom til baka úr meiðslum. Hann var brosmildur að vanda í spjalli við karfan.is:

 

Ég verð að spyrja þig fyrst út í síðasta leik á Króknum. Voruði of öryggir með ykkur í þeim leik?

 

Já, það gæti verið. Það vantaði orkuna hjá okkur sem við vorum með í dag. Við vorum kannski alltof öryggir með okkur og spiluðum hörmulega vörn og við héldum að við gætum bara rúllað í gegnum þetta.

 

Í kvöld fáið þið á ykkur 69 stig en 106 í síðasta leik! Það er augljóslega munurinn. Liðinu virtist líða mikið betur og sóknin verður skemmtilegri eftir stopp varnarlega.

 

Jújú, þegar við fáum stopp þá fáum við auðveldari körfur hinum megin. Þá kemur meiri stemmning í liðið og meiri orka og það er vissulega skemmtilegra!

 

Þú varst alveg geggjaður í þessum leik! Þú virðist vera í fínu standi!

 

Ég datt í gírinn í þessum leik og ég er í fínu standi. Mér líður rosalega vel og það er gaman að spila með svona góðum leikmönnum eins og Hester og Pétri og mönnum sem eru að finna mig. Mér finnst gaman að spila án bolta og búa mér til skot þannig. Þetta er bara geggjað. 

 

Mér fannst Hester vera að taka Ryan bara í nefið í þessum leik?

 

Já, það sýndi sig að hann er sterkari líkamlega og ég held að hann sé líka bara betri körfuboltamaður. 

 

Ef þið stillið ykkur rétt andlega þá ættið þið væntanlega að klára þetta bara í næsta leik?

 

Já, ef við mætum með sömu orku og við gerðum í dag, pressum á þá án bolta og vængina og gerum þeim erfitt fyrir sóknarlega þá erum við að fara að taka næsta leik.

 

Viðtal: Kári Viðarsson

Fréttir
- Auglýsing -