spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaArnar Smári aftur í Skallagrím

Arnar Smári aftur í Skallagrím

Skallagrímur hefur samið við Arnar Smára Bjarnason um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Arnar Smári kemur til liðsins frá Vestra, þar sem hann skilaði 7 stigum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Arnar er að upplagi úr Skallagrím, en hann le´k með þeim síðast tímabilið 2019-20.

Tilkynning:

Arnar Smári hélt í víking fyrir síðasta tímabil og gekk til liðs við Vestra á Ísafirði, þar sem hann var með 7 stig að meðaltali í leik og 38% þriggja stiga nýtingu. Við vitum öll hversu mikið býr í honum og bjóðum við hann velkominn aftur heim.

Fréttir
- Auglýsing -