spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaArnar með 11 stig á 11 mínútum í frumraun sinni í Leb...

Arnar með 11 stig á 11 mínútum í frumraun sinni í Leb Oro deildinni á Spáni

Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson lék sinn fyrsta leik með Real Canoe í Leb Oro deildinni á Spáni í gær þegar að liðið lagði CB Almansa, 79-87. Canoe hefur gengið afleitlega það sem af er tímabili, en sigurinn í gær var þeirra fyrsti í vetur úr 11 leikjum.

Sigtryggur Arnar lék 11 mínútur í leik gærkvöldsins. Á þeim setti hann 11 stig og gaf 1 stoðsendingu. Næsti leikur Canoe er gegn Kára Jónssyni og félögum í Girona þann 26. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -