spot_img
HomeFréttirArnar Guðjónsson ráðinn annar tveggja aðalþjálfara hjá Aabyhøj

Arnar Guðjónsson ráðinn annar tveggja aðalþjálfara hjá Aabyhøj

 
Danska úrvalsdeildarliðið Aabyhøj hefur ráðið þá Arnar Guðjónsson og Michael Niebling sem aðalþjálfara liðsins. Aabyhøj er dottið út úr dönsku úrslitakeppninni eftir 2-0 ósigur gegn Bakken Bears í 8-liða úrslitum deildarinnar. Heimasíða félagsins greinir frá þessu en Arnar hefur einnig undanfarin ár verið viðriðinn U20 ára lið Dana.
Hinn þjálfarinn, Michael Niebling, er fyrrverandi leikmaður Aby og Bakken Bears og lék lengi erlendis og sem landsliðsmaður Dana en hefur verið að þjálfa síðustu ár.
 
Á heimasíðu Aby segir:
 
,,Það sem skipti máli fyrir okkur var að finna þjálfara sem fullkomna hvorn annan. Þeir sjá hlutina eins en hafa að sama skapi hvor sinn eiginleikann sem nýtist þeim í sameiningu til að gera enn betur. Þeir hafa báðir þjálfað í mörg ár og hafa spilað á hæsta leveli. Við trúum að þessi blanda sé sú rétta fyrir liðið og félagið,“ segir Leif Laszlo Haaning formaður Aabyhøj Basketball. Strax verður farið í að koma saman liði fyrir næsta vetur og undirbúa tímabilið.
 
Mynd/ Arnar Guðjónsson verður annar tveggja aðalþjálfara Aabyhøj
 
Fréttir
- Auglýsing -