spot_img
HomeFréttirArnar eftir leik í Grindavík "Líklega að fara búa okkur undir fallbaráttu...

Arnar eftir leik í Grindavík “Líklega að fara búa okkur undir fallbaráttu á lokakaflanum”

Grindvíkingar lönduðu langþráðum sigri gegn Stjörnunni í kvöld í Grindavík. Lokatölur urðu 99-88 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina, enda eru bæði lið í hörkubaráttu um laust sæti í úrslitakeppninni.

Hérna er meira um leikinn

Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnumanna var raunsær eftir leik og sagði sína menn ekki hafa náð upp góðri liðsheild nema í stuttan tíma.

“Þeir voru góðir en við náðum ekki góðum stoppum í vörninni og þeir voru að fá alltof mörg opin skot, og lið sem er með helling af góðum skotmönnum nýtir sér slíkt, eðlilega. Ég er mjög óánægður með leik okkar þegar á heildina er litið, við vorum kannski ágætir og á smá kafla góðir, en þetta voru ekki nema um 15 mínútur – og þú vinnur ekki körfuboltaleik þannig. Við vorum hræðilega lélegir varnarlega í síðari hálfleik, og það fór alveg með þennan leik. Nú er staðan bara sú að við þurfum að taka okkur hressilega saman í andlitinu til þess að sogast ekki niður í fallbaráttu – okkar langar í úrslitakeppnina, en miðað við þessa frammistöðu þurfum við líklega að fara búa okkur undir fallbaráttu á lokakaflanum. Þetta er undir okkur komið, en svona leikur má ekki sjást aftur á þessu tímabili.” 

Fréttir
- Auglýsing -