Frank Aron Booker var ekki valinn í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir Smáþjóðaleikana sem standa yfir 1.-6. júní næstkomandi. Booker sem leikur með Oklahoma Sooners í D1 háskóladeild Bandaríkjanna virðist ekki hafa tíma fyrir íslenska landsliðið þetta sumarið.
Karfan.is innti Arnar Guðjónsson annan tveggja aðstoðarþjálfara landsliðsins eftir svörum og sagði Arnar að svo virtist sem Booker hefði ekki tíma fyrir landsliðið þetta sumarið: „Við vonum samt innilega að hann geti hjálpað okkur í framtíðinni,“ sagði Arnar.
Ekki náðist í Frank Aron Booker við vinnslu fréttarinnar.




