spot_img
HomeFréttirArnar: Ætlum ekki að sýna þeim of mikið varnarlega

Arnar: Ætlum ekki að sýna þeim of mikið varnarlega

Arnar Guðjónsson er aðstoðarþjálfari íslenska U18 ára landsliðsins sem mætir Finnum í dag. Þessi lið munu einmitt leika til úrslita á morgun um Norðurlandameistaratitilinn. Karfan.is tók púlsinn á Arnari hér í Solna en hann sagði að íslenska liðið ætlaði ekki að gefa Finnum of mikið af upplýsingum í þessum leik.
,,Við ætlum að reyna að sýna þeim ekki of mikið varnarlega og ætlum ekki að gera neinar krúsídúllur heldur spila þetta hreint og beint. Við ætlum að nota leikinn í að vinna í þessum litlu hlutum á borð við fráköstin og að stöðva ,,low-post" leikinn þeirra. Við vonumst til þess að vera með góða tilfinningu fyrir því eftir leikinn hvað þurfi að gera til að vinna svo úrslitaleikinn gegn þeim á sunnudag," sagði Arnar en stórir og sterkir Finnar hlaupa völlinn vel og eru sterkir varnarlega.
 
,,Plúsarnir hjá Finnunum eru að þeir hlaupa völlinn mjög vel, stóru mennirnir eru fljótir upp völlinn og liðið er duglegt að leita inn á þá. Varnarlega eru þeir sterkir, setja mikla pressu á sendingarlínur og á manninn með boltann. Okkar lið hefur verið að spila góðan varnarleik sem gefið hefur mikið af hraðaupphlaupum. Við erum með rosalega sterka bakvarðasveit sem ég held að Finnar komi til með að vera í vandræðum með og svo erum við með þvílíka vinnuhesta undir körfunni. Síðan eru íslensku strákarnir auðvitað margfalt meiri töffarar."
 
  
Fréttir
- Auglýsing -