spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaArnaldur tekur slaginn með Ármenningum í Bónus deildinni

Arnaldur tekur slaginn með Ármenningum í Bónus deildinni

Ármenningar eru á fullu að safna liði fyrir slaginn í Bónus deild karla þar sem liðið vann sér sæti á dögunum. Í dag samdi liðið við Arnald Grímsson sem var í úrvalsliði 1. deildar á nýliðinni leiktíð um að leika áfram með liðinu.

Arnaldur sem leikið hefur með Val, KR, Vestra, Selfossi og Þróttum Vogum áður en hann samdi við Ármann mun þar með taka slaginn með félaginu áfram. Ármann samdi á dögunum við Marek Dolezaj að leika með liðinu á komandi leiktíð og ætla sér því greinilega stóra hluti á komandi leiktíð.

Tilkynningu Ármenninga má finna í heild sinni hér að neðan:

Arnaldur endursemur

Það er okkur mikill heiður að tilkynna að við höfum náð samningum við Arnald Grímsson um að leika áfram með félaginu á næstu leiktíð. 

Arnaldur kom til liðsins fyrir síðustu leiktíð og var einn af bestu leikmönnum 1. Deildarinnar á nýliðinni leiktíð. Hann var máttarstólpi Ármannsliðsins sem tryggði sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Hann endaði með 20,1 stig og 8,8 stig að meðaltali í leik á tímabilinu. Þá var hann valinn í úrvalslið deildarinnar á lokahófi KKÍ. 

Framundan er spennandi tímabil í efstu deild og erum við gríðarlega ánægð með að Arnaldur verði áfram í Ármann þrátt fyrir áhuga annara liða. Við höfum mikla trú á Arnaldi og fær hann traustið hjá okkur til að springa út og taka næsta skrefið á sínum ferli hjá okkar félagi. 

Arnaldur hafði þetta að segja við undirritun samningsins: ,,Hlakka til að taka skrefið í efstu deild með þessu frábæra liði. Við ætlum okkur langt á þessu tímabili og get ekki beðið eftir að byrja.”

Við getum ekki beðið eftir að fylgjast með Arnaldi í Bónus deildinni á næstu leiktíð.

Áfram Ármann

Fréttir
- Auglýsing -