spot_img
HomeFréttirÁrmenningum berst liðsstyrkur

Ármenningum berst liðsstyrkur

Ármenningum barst góður liðsstyrkur fyrir siðasta leik er þeir mættu ÍA en Halldór Kristmannsson gekk til liðs við þá. Halldór byrjaði nokkuð vel fyrir liðið en hann var með 17 stig og 7 fráköst gegn Skaganum. Einnig fengu Ármenningar Birki Heimison frá Breiðabliki.
Karfan.is heyrði í Halldóri og Tómasi þjálfara spurði fyrst Halldór hvað hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að skipta yfir í Ármann en allt benti til þess að hann ætlaði að sprikla með Haukum í vetur.
 
„Nú, ég lenti bara í drafti og þeir hafa verið að leita af einhverjum sem getur troðið í traffík,” sagði Halldór sem lýst vel á hópinn og veturinn með Ármanni.
 
„Hópurinn er fínn en okkur er spáð fallsæti. Við byrjum á að afsanna það og síðan sjáum við til með veturinn,” sagði Halldór að lokum.
 
 
Tómas Hermannsson þjálfari Ármenninga var að vonum ánægður með að fá eins reyndan leikmann og Halldór er til liðs við klúbbinn.
 
„Ég tel það mikinn styrk fyrir Ármann að fá eins leikreyndann leikmann í baráttuna til að halda lífi okkar í 1.deild. þar sem okkur er ætlað að fara hratt niður í 2.deild.”
 
„Það hafa verið að koma til okkar leikmenn úr ýmsum áttum og er það að styrkja okkur þó nokkuð. Við erum enn að bæta okkur og tel ég það bara hið besta mál, við eigum enn þó nokkuð í að spila okkar besta og ég tel það komi hægt en örugglega,” sagði Tómas um þær breytingar sem hafa orðið á liðinu sem urðu þó nokkrar fyrir þetta tímabil.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -