spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÁrmenningar semja við uppalinn leikmann

Ármenningar semja við uppalinn leikmann

Ármann hefur tilkynnt að uppalinn leikmaður liðsins Kári Kaldal hafi skrifað undir samning við félagið að leika með þeim í efstu deild að ári.

Kári er fæddur árið 2007 og er efnilegur bakvörður. Hann var í hlutverki hjá liðinu á síðustu leiktíð og verður áfram samkvæmt tilkynningu Ármenninga.

Á dögunum samdi liðið við þá Marek Dolezaj og Braga Guðmundsson um að leika með liðinu. Auk þess endursamdi liðið við Arnald Grímsson og Frosta Valgarðsson.

Tilkynningu Ármenninga má finna hér að neðan:

Með miklu stolti tilkynnum við að Kári Kaldal hefur skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Ármanns.

Kári var í hlutverki í liði Ármanns á síðustu leiktíð og var mikilvægur hlekkur í liðinu sem vann sér sæti í efstu deild. Hápunkturinn var þegar hann setti 21 stig í oddaleik gegn Blikum í undanúrslitaeinvíginu.

Kári er uppalinn Ármenningur og mun áfram hafa hlutverk í liðinu í Bónus deildinni. Það er því gríðarlega ánægja með að Kári hafi endursamið og verði áfram í uppeldisfélaginu. Hann á framtíðina fyrir sér og hlökkum við til að sjá hann taka næsta skref á sínum ferli.

Áfram Ármann 💙🏀

Fréttir
- Auglýsing -