spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁrmenningar halda í Halldór Fjalar

Ármenningar halda í Halldór Fjalar

Halldór Fjalar Helgason verður áfram í herbúðum Ármanns á komandi leiktíð. Þetta staðfesti félagið með tilkynningu í gær.

Ármann mætir auðvitað með nánast nýtt lið til leiks í 1. deildinni í vetur en mikilvægir leikmenn frá síðustu leiktíð hafa yfirgefið liðið. Í staðin hafa þeir fengið þá Ingimund Orra, DeVaughn Jenkins og Laurent Zoccoletti auk þess að halda í öfluga leikmenn.

Tilkynningu Ármenninga má lesa í heild sinni hér að neðan:

Flúðamaðurinn Halldór Fjalar Helgason hefur skrifað undir samning um að leika áfram með Ármanni á komandi leiktíð.

Halldór hefur tekið þátt í uppbyggingu liðsins síðustu tvö ár og hefur verið mikilvægur partur af því. Á síðasta lokahófi fékk hann viðurkenningu fyrir mestu framfarir en hann endaaði síðasta tímabil frábærlega eftir að hafa verið að díla við meiðsli framan af tímabili.

Við væntum mikils af Halldóri sem gæti sprungið út á komandi leiktíð og sýnt hvað í honum býr. Það eru frábærar fréttir að við fáum að halda áfram að njóta krafta Halldórs á næstu leiktíð.

Fleiri fregnir af leikmannamálum erum væntanlegar á næstu dögum.

Fréttir
- Auglýsing -