spot_img
HomeFréttirÁrmenningar fundu fyrsta sigurinn á Laugarvatni (Umfjöllun)

Ármenningar fundu fyrsta sigurinn á Laugarvatni (Umfjöllun)

10:15
{mosimage}

(Frá leik Laugdæla og Vals fyrr á tímabilinu)

Nýliðar Laugdæla tóku á móti Ármenningum að Laugarvatni þann 5. nóvember síðastliðinn þar sem gestirnir fóru með nauman 97-101 sigur af hólmi. Sigurinn var sá fyrsti hjá Ármenningum en Laugdælir verma botnsæti deildarinnar án stiga.

Laugdælir byrjuðu af krafti en Ármenningar jöfnuðu þó fljótlega. Um miðjan annan leikhluta komust Laugdælir í 10 stiga forskot og leit þá út fyrir að þeir væru að ná taki á leiknum. Ármenningar tóku þá leikhlé, endurskipulögðu varnarleik sinn og snéru eftir það leiknum sér í hag og höfðu forystu í hálfleik.

Laugdælirnir virtust andlausir og hikandi í sóknarleik sínum og spiluðu slakan varnarleik, pressuðu andstæðingana lítið og fengu á sig fjölda þrista frá skotvissum Ármenningum. Endasprettur Laugdæla kom aðeins of seint en bjargaði því þó að leikurinn varð spennandi undir lokin. Með hærra tempói og meiri pressu í varnarleiknum saxaðist á 12 stiga forskot Ármenninga niður í 4 stig þegar hálf mínúta var eftir. Þá var dæmd tæknivilla á Ármenning og Laugdælir minnkuðu muninn í 2 stig, 97-99 auk þess að eiga sóknina. Þrátt fyrir harða hríð að körfunni með þriggjastigaskotum varð sóknin árangurslaus. Ármenningar settu síðan niður tvö síðustu stigin úr vítaskotum 4 sek fyrir leikslok og unnu þar með sanngjarnan sigur 97-101.

Kári Jónsson

Mynd úr safni:Kristrún

Fréttir
- Auglýsing -