spot_img
HomeFréttirÁrmenningar farnir af stað

Ármenningar farnir af stað

14:00

{mosimage}

1. deildar lið Ármanns í karlaboltanum hóf æfingar í gær fyrir átökin í vetur og mun Gunnlaugur Elsuson þjálfa liðið en hann þjálfaði þá framan af síðasta vetri.

Ásgeir Hlöðversson stjórnamaður í Ármanni staðfesti þetta við karfan.is og sagði jafnframt að hópur vetrarins væri að mótast. Steinar Kaldal yrði þó örugglega með en orðrómur var uppi um að hann myndi reyna fyrir sér annarsstaðar. Þá kemur Sæmundur Oddsson aftur eftir að hafa verið í Bandaríkjunum síðasta vetur.

1. deild karla hefst 10. október.

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -