10:31
{mosimage}
(Ármann var ekki í vandræðum með UMFH)
Einn leikur fór fram í 1. Deildinni í gærkvöldi þegar Ármann tók á móti UMFH. Liðin eru bæði í neðrihlutadeildarinnar og því hart barist um sæti í úrslitakeppninni. Ármann sýndi það strax í upphafi leiks að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir. Þeir höfðu yfirhöndina allan leikinn, allt frá fyrstu körfu leiksins. Í hálfleik var forskot þeirra komið upp í 10 stig og þegar yfir lauk var það komið upp í 19 stig. Því miður hefur skýrslan úr leiknum ekki borist inná tölfræðisíðu kki og þess vegna ekki vitað um stigahæstu menn.
Það voru mikið um mistök á báða bóga í upphafi leiks. Liðin hlupu fram og aftur og virtust vera að flýta sér fullmikið að skora því skotin virtust oft illa ígrunduð. Heimamenn voru hins vegar duglegri að nýta færin sín þegar leið á og þegar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 6-2. Ármann hélt frumkvæðinu það sem eftir lifði leikhlutans en þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn kominn upp í 9 stig, 18-9. Gestirnir voru í bullandi vandræðum með að framkvæma í sókninni og tóku leikhlé þegar rúmlega mínúta var eftir af leikhlutanum. Þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta höfðu heimamenn ennþá 9 stiga forskot, 22-13.
UMFH stilltu upp í pressuvörn allt frá upphafi annars leikhluta og ætluðu að hægja á leik Ármenninga sem voru búnir að refsa gestunum oft með hraðaupphlaupum. Það virtist skila ágætis árangri í upphafi leikhlutans. Ármann lét það þó ekki slá sig útaf laginu og þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn kominn upp í 11 stig, 31-20. Gestirnir virtust þó vakna aðeins til lífsins sóknarlega þegar leið á leikhlutan og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn 10 stig, 42-32.
UMFH virtust vera bunir að pússa varnarleikinn aðeins til í þrijða leikhluta en þeim gekk mun betur að stöðva heimamenn. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum tók ármann leikhlé en þá var munurinn kominn niður í 7 stig, 46-39. Þegar leið á leikhlutan fóru Ármenningar að negla niður þriggja stiga skotunum á meðan Caleb Holmes var að reyna það sama hinu megin með misgóðum árangri. Forskot heimamanna var þess vegna fljótt að aukast. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn kominn upp í 18 stig, 57-39. Hlutirnir skánuðu lítið hjá gestunum það sem eftir lifði leikhlutans en hann endaði með 20 stiga forskoti heimamanna, 68-48.
Heimamenn virtust ekki vera í miklum vandræðum með að halda fengnum hlut en eins og áður í leiknum þá voru gestirnir í vandræðum í sókninni framan af leikhlutanum. Þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn 18 stig, 84-66. Það var þess vegna engin spurning hvernig lokamínúturnar færu. Heimamenn höfðu á endanum öruggan 19 stiga sigur, 93-74.
Umfjöllun : Gísli Ólafsson
{mosimage}



