spot_img
HomeFréttirÁrmann vann í Kennaraháskólnum(Umfjöllun)

Ármann vann í Kennaraháskólnum(Umfjöllun)

14:57

{mosimage}
(Úr leik Ármanns fyrr í vetur)

Á laugardaginn tók Ármann á móti Þór Akureyri í Kennaraháskólanum. Fyrirfram mátti búast við spennandi leik þar sem bæði lið eru um miðja 1.deild kvk. Það var samt Ármann sem byrjaði af krafti í fyrsta leikhluta og var ávallt skrefi á undan og var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi.

Eftir fyrsta leikhluta var staðan 15-6 fyrir Ármann og María Ásgeirsdóttir stigahæst á vellinum með 6 stig í leikhlutanum. Það var síðan Rut Ragnarsdóttir sem slökkti á 2-3 svæðisvörn Þór-stúlkna í öðrum leikhluta er hún setti þrjá þrista í röð og staðan þá orðin 26-13. Þór skipti þá yfir í maður á mann vörn í von um að komast inn í leikinn en það virtist ekki hafa nein áhrif og staðan í hálfleik var 34-16 fyrir Ármann.

Þór byrjaði þriðja leikhluta á því að skora fyrstu 4 stigin og ætluðu greinilega að koma sér inn í leikinn. En Ármannstelpur héldu ávallt forustunni og hleyptu Þór aldrei nálægt sér. Staðan eftir 3. leikhluta var 56-32. Fjórði leikhluti var rólegur enda ljóst hvernig leikurinn myndi enda og voru lokatölur 75-48 fyrir Ármann.

Stigahæst hjá Ármann var Bryndís Gunnlaugsdóttir með 22 stig, Íris Andrésdóttir með 13 stig og Helga Jóhannesdóttir með 11 stig.

Hjá Þór Akureyri var Freydís Guðjónsdóttir stigahæst með 12 stig og Ragnheiður Stefánsdóttir með 9 stig.

Texti: Bryndís Gunnlaugsdóttir

Mynd: Gunnhildur Theodórsdóttir

Fréttir
- Auglýsing -