spot_img
HomeFréttirÁrmann/Þróttur og Höttur í keppni í vítahittni(Umfjöllun)

Ármann/Þróttur og Höttur í keppni í vítahittni(Umfjöllun)

21:11

{mosimage}
(Steinar Kaldal fór á kostum í dag með Ármann/Þrótti)

Ármann/Þróttur vann Hött fyrr í dag í 1. deild karla 93-81. Steinar Kaldal var stigahæstur hjá Ármenningum með 30 stig og Everard Bartlet skoraði 39 fyrir Hött.

Ármann/Þróttur byrjaði leikinn af fullum krafti og eftir 7 mínútna leik var staðan 26-8 fyrir Ármann/Þrótt og allt leit út fyrir auðveldan sigur. Ármann/Þróttur pressaði stíft frá miðju á þessum tíma og ljóst að Hattarmenn voru þreyttir eftir erfiðan leik við Hauka deginum áður. Þegar leikhlutanum lauk var staðan 33-15 fyrir Ármann/Þrótt og Höttur búnir að tapa boltanum alls 9 sinnum í leikhlutanum. Ef ekki væri fyrir Everard Bartlett þá hefði staðan verið mun verri en hann skoraði 13 af þessum 15 stigum Hattar. Hjá Ármann/Þrótt var Steinar Kaldal komin með 11 stig, Ásgeir Örn Hlöðversson með 9 stig og Gunnlaugur H. Elsuson setti 3 þrista og var með 9 stig.

 

Annar leikhluti var frekar tíðindalaus, Ármann/Þróttur dreifði spilatímanum jafnt milli leikmanna og liðun skiptust á að skora. Á 16 mínútu var dæmd tæknivilla á Gunnlaug H. Elsuson hjá Armann/Þrótt þar sem hann hafði mótmælti dómi harðlega. Hattarmenn setja niður annað vítið og skora úr sókninni, stela síðan boltanum og skora aftur og eru þá búnir að minnka muninn niður í 10 stig en þá sögðu Ármanns menn hingað og ekki lengra, skoruðu næstu 7 stig og leikhlutinn endaði 53-38 fyrir Ármann/Þrótt.

{mosimage}
(Everard Bartlet var stigahæstur á vellinum með 39 stig)

 

Þriðja leikhluta verður ekki minnst fyrir skemmtanagildi en stór partur leikhlutans fór fram á vítalínunni og tók Ármann/Þróttur alls 12 víti í leikhlutanum og hittu úr þeim öllum. Höttur fékk líka sinn skammt af vítum og tóku alls 8 víti en hittu aðeins úr 5. Staðan í lok leikhlutans var 74-54 og leit út fyrir Ármann/Þróttur myndi klára leikinn auðveldlega.

 

En Hattarmenn gáfust ekki upp, og með mikilli baráttu frá þeim og einstaklega lélegri vítanýtingu hjá Ármann/Þrótt þá tókst Hetti að minnka muninn niður í aðeins 4 stig þegar aðeins 3 mín voru til leiksloka en þá Everard Bartlett verið duglegur að skora ásamt Sturla Höskuldssyni. Það var síðan Ben Hill sem kom sterkur inn á lokasprettinum og setti niður 2 þrista í röð og staðan orðin 81-77 fyrir Ármann/Þrótt og öll stemninginn Hattarmegin og aðeins 3 mín til leiksloka. Á þessum tímapunkti hafði Ármann/Þróttur fengið 12 víti en aðeins hitt úr 3. Það voru síðan Steinar Kaldal og Steinar Örn Stefánsson sem kláruðu leikinn fyrir Ármann/Þrótt en þeir tveir skoruðu seinustu 12 stig Ármanns/Þróttar, Steinar Kaldal 8 stig og Steinar Örn 4 stig. Á sama tíma fór allt í lás hjá Hetti og leikurinn endaði 93-81 fyrir Ármann/Þrótt.

 

Það má segja að í seinni hálfleik hafi farið fram keppni í vítanýtingu en Ármann/Þróttur tók alls 41 víti í leiknum og hitti úr aðeins 25 sem gerir 61% vítanýtingu og Höttur tók 33 víti og hitti úr 20 þeirra sem gerir 60,6% vítanýtingu og flest þessara víta áttu sér stað í seinni hálfleik.

{mosimage}
(Úr leiknum í dag)

 

Bestur í liði Ármanns/Þróttar var Steinar Kaldal með 30 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst og Gunnlaugur Elsuson með 20 stig, 5 stoðsendingar og 6 fráköst. Einnig átti Steinar Örn Stefánsson góðan leik með 10 stig og 9 fráköst (4 sóknarfráköst) auk Ásgeirs Hlöðverssonar sem skoraði 15 stig og tók 12 fráköst (7 sóknarfráköst).

 

Hjá Heitti var Everard Bartlett yfirburðarmaður með 39 stig og 9 fráköst. Björgvin K. Gunnarsson byrjaði hægt en endaði leikinn með 19 stig en fékk 5 villur þegar 4 mín voru eftir til leiksloka. Ben Hill var einnig ágætur en virkaði þreyttur frá leiknum deginum áður en skoraði 10 stig og tók 13 fráköst.

 

Ármann/Þróttur og Höttur sitja því saman í 4-5.sæti deildarinnar, bæði með 2 sigra og 2 töp. Næsti leikur Ármanns/Þróttar er á föstudaginn 2. nóvember við Breiðablik í Smáranum en Höttur spilar við KFÍ á Egilsstöðum laugardaginn 3. nóvember.

mynd: [email protected]

texti: Bryndís Gunnlaugsdóttir

Fréttir
- Auglýsing -