spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÁrmann sótti tvö stig í Síkið

Ármann sótti tvö stig í Síkið

Tindastóll tók á móti Ármanni í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í dag. Stólastúlkur höfðu unnið síðasta leik gegn Aþenu en söknuðu Jaylu Nacole sem hafði fallið vel inn í leik liðsins undanfarið.

Leikurinn byrjaði jafnt en fljótlega tóku gestirnir úr Ármanni öll völd á vellinum og þá einkum Jónína Þórdís sem átti þátt í flestöllum stigum liðsins í fyrsta leikhluta, annaðhvort með því að skora sjálf eða senda stoðsendingu. Staðan að fyrsta leikhluta loknum var 11-21 fyrir gestina. Jónína Þórdís hélt áfram að stjórna leiknum í öðrum leikhluta og var óviðráðanleg. Gestirnir juku forskotið og staðan í hálfleik var 21-46 fyrir Ármann og bara formsatriði að klára leikinn. Erlendur leikmaður Ármanns meiddist illa á ökkla þegar um 5 mínútur voru til hálfleiks og kom ekki meira við sögu í leiknum.

Tindastóll beit í skjaldarrendur og náði að vinna þriðja leikhlutann með 2 stigum en lengra komust þær ekki og Ármann sigldi að lokum heim sanngjörnum sigri 52-81.

Hjá gestunum var Jónína Þórdís öflugust og endaði með 18 stig, 7 fráköst og 10 stoðsendingar og framlagshæst á vellinum með 26 punkta. Hjá Tindastól var Emese með tröllatvennu, 14 stig og 15 fráköst og Klara bætti 11 stigum við.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hjalti Árna)

Mynd: Jónína Þórdís verst gegn Evu Rún

Umfjöllun, myndir / Hjalti Árna

Tindastóll: Emese Vida 14/15 fráköst/3 varin skot, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 11/4 fráköst, Eva Rún Dagsdóttir 8/5 fráköst/10 stoðsendingar, Inga Sólveig Sigurðardóttir 7/8 fráköst/4 varin skot, Fanney María Stefánsdóttir 6/4 fráköst, Nína Karen Víðisdóttir 4, Ingigerður Sól Hjartardóttir 2, Snædís Birna Árnadóttir 0, Kristín Halla Eiríksdóttir 0.


Ármann: Jónína Þórdís Karlsdóttir 18/7 fráköst/10 stoðsendingar, Telma Lind Bjarkadóttir 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Hreinsdóttir 10, Schekinah Sandja Bimpa 10/7 fráköst, Elfa Falsdottir 8/5 fráköst/5 stolnir, Þóra Birna Ingvarsdóttir 6, Ingunn Erla Bjarnadóttir 5, Hildur Ýr Káradóttir Schram 4/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 2/5 fráköst, Tanya Carter Kristmundsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -