Ármenningar hafa skipt um bandarískan leikmenn og fengið Kylie Kornegay-Lucas í stað Khiönu Johnson.
Kylie lék háskólabolta með University of Virginia áður en hún gerði garðinn frægan hjá Towson University, þar sem hún var tvívegis valin varnarmaður ársins og í úrvalslið sinnar deildar. Á sínu síðasta háskólatímabili var hún með 12,9 stig, 8 fráköst, 3,4 stoðsendingar, 2,3 stolna bolta og 1,2 varin skot að meðaltali í leik.
Eftir háskólaferilinn hélt Kylie til Þýskalands og lék með Medical Instinct Veilchen BG74 Göttingen þar sem hún skoraði að meðaltali 15,2 stig og tók 6,6 fráköst í 22 leikjum.
Hún lék sinn fyrsta leik með Ármanni í sigri gegn Hamri/Þór þann 6. janúar þar sem hún var með 22 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar.
Khiana lék 12 deildarleiki fyrir Ármann fyrir áramót þar sem hún var með 17,6 stig og 3,8 stoðsendingar að meðaltali.



