10:07
{mosimage}
Ármann/Þróttur vann öruggan sigur á Þór Þorlákshöfn í Laugardalshöllinni í kvöld 107-73 og halda en þá í vonina um að komast í úrslitakeppni 1.deildar karla. Eftir sigurinn eru Ármenningar í fjórða sæti með 18 stig eins og Haukar. Þórsarar eru í 6. sæti með 16 stig.
Í upphafi leiks var jafnræði með liðunum en Ármenningar skoruðu síðustu 12 stig leikhlutans og staðan eftir fyrsta leikhluta var 28-16 fyrir Ármann. Ármenningar héltu áfram að leiða í 2.leikhluta og voru ávallt skrefi á undan þrátt fyrir að Þórsarar börðust vel og reyndu að halda í við Ármann og missa þá ekki of langt frá sér. Staðan eftir annan leikhluta var 50-35 og mikil stemning í gangi hjá Ármann sem á þessum tímapunkti leiksins hafði skorað 9 þriggja stiga körfur. Ármann hélt áfram að auka muninn jafnt og þétt út leikinn og þrátt fyrir baráttu Þórsara þá komust þeir ekki nær og endaði leikurinn 107-73 fyrir Ármann.
Ljóst er að Pétur er að hafa góð áhrif á Ármanns liðið sem spilaði virkilega vel saman í dag og skoruðu 7 leikmenn yfir 10 stig í dag. Erfitt er að segja hver í Ármann hafði spilað best en stigahæstur í liðinu var Friðrik Hreinsson með 19 stig og Gunnlaugur Elsuson með 18 stig (6 fráköst og 4 stoðsendingar). Maurice Ingram var með 17 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson með 14 stig og 4 stoðsendingar og Steinar Kaldal með 11 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar.
Grétar Erlendsson var stigahæstur í liði Þórs með 17 stig og 7 fráköst og Sveinbjörn Skúlason var með 16 stig og 6 stoðsendingar.
Texti: Bryndís Gunnlaugsdóttir
Myndir: Emil Örn Sigurðarson – [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



