spot_img
HomeFréttirÁrmann sigurvegari í 2. deild karla

Ármann sigurvegari í 2. deild karla

Ármann sigraði 2. deild karla í ár en liðið lagði Reyni Sandgerði í dag í úrslitaleiknum sem fram fór í Kennaraháskólanum. Leiknum lauk 83:78 fyrir Ármann í jöfnum og skemmtilegum leik en staðan í hálfleik var 41:40 fyrir Ármann.

Bæði lið voru búinn að tryggja sér sæti í 1. deild karla að ári með því að komast í úrslitaleikinn en Ármann stóðu uppi sem sigurvegarar deildarinnar.

Til hamingju Ármann og bæði lið með að vera komin upp um deild.

Frétt og mynd: www.kki.is 

Fréttir
- Auglýsing -