spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÁrmann semur við Sierru Smith

Ármann semur við Sierru Smith

Ármenningar hafa samið við Sierru Smith að leika með liðinu á komandi leiktíð. Sierra er bandarískur miðherji sem mun styrkja liðið.

Tilkynnigu Ármanns má finna í heild sinni hér að neðan:

Sierra er bandarískur miðherji sem leikið hefur í háskólaboltanum síðustu ár. Hún er 182 cm og mun styrkja liðið verulega í teignum.

Á síðustu leiktíð var hún með 10 stig og 15 fráköst með Southwest skólanum í NAIA deildinni. Þar áður lék hún með Hartford í efstu deild við góðan orðstýr.

Sierra er væntanleg til landsins á næstu dögum en deildin hefst 7. október næstkomandi.

Við bjóðum Sierru hjartanlega velkomna til Ármanns og væntum mikils af samstarfinu.

Fréttir
- Auglýsing -