spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÁrmann og 101 Reykjavík fasteignasala skrifa undir samstarfssamning

Ármann og 101 Reykjavík fasteignasala skrifa undir samstarfssamning

Þrátt fyrir að engin körfubolti sé spilaður þessa dagana á Íslandi eru lið í efstu deildum að safna liði og styrk fyrir komandi átök.

Fyrr í dag var skrifað undir samstarfssamning milli meistaraflokks kvenna hjá Ármanni og 101 Reykjavík fasteignasölu. Ármann sem endaði i fimmta sæti 1. deildar á nýlokinni leiktíð en liðið var endurvakið eftir nokkura ára pásu fyrir síðustu leiktíð. Liðinu var spáð neðsta sæti en endaði í því fimmta auk þess að komast í undanúrslit deildarinnar öllum að óvörum.

Góður árangur stelpnanna vakti eftirtekt og í framhaldi af því var skrifað undir myndarlegan styrktarsamning við 101 Reykjavík Fasteignasölu í húsakynnum þeirra fyrr í dag. Á staðnum voru lykilleikmenn Ármanns á síðustu leiktíð, þær Kristín Alda Jörgensdóttir sem var á dögunum valin í lokahóp U20 landsliðsins auk Jónínu Þórdísar Karlsdóttur sem var útnefnd leikmaður ársins í 1. deild kvenna á síðustu leiktíð.

Þær Jónína og Kristín Alda verða áfram í bláa búning Ármanns á komandi leiktíð. Ljóst er að lið Ármanns ætlar sér að festa sig í sessi á komandi árum og er samningur við 101 Reykjavík fasteignasölu hluti af þeirri vegferð.

Fréttir
- Auglýsing -