spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÁrmann með tvo góða sigra gegn Subway deildar liðum

Ármann með tvo góða sigra gegn Subway deildar liðum

Fyrstu deildar lið Ármanns lagði bæði Breiðablik og Snæfell í æfingaleikjum á dögunum, en bæði leika liðin í Subway deild kvenna á komandi tímabili.

Gegn Breiðablik unnu þær með 29 stigum, 81-52. Fyrir Ármann settu Jónína Þórdís Karlsdóttir, Thelma Lind Bjarkadóttir og Fanney Ragnarsdóttir allar 14 stig. Fyrir Blika var það Ragnheiður Björk Einarsdóttir sem dró vagninn með 16 stigum, Anna Soffía Lárusdóttir bætti við 12 stigum og Aníta Rún Árnadóttir var með 9 stig.

Leikurinn gegn Snæfell var öllu jafnari, en Ármann vann hann með 5 stigum, 68-63. Þar var Jónína Þórdís stigahæst með 10 stig, Hildur Ýr Káradóttir Schram var með 8 stig og Fanney skilaði 7 stigum. Fyrir Snæfell var Shawnta Shaw stigahæst með 11 stig, Jasmina Jones var með 10 stig og Adda Sigríður Ásmundsdóttir var með 9 stig.

Ert þú með fréttir af æfingaleik? Endilega sendið tölfræðiskýrslu eða myndir á karfan@karfan.is.

Fréttir
- Auglýsing -