spot_img
HomeFréttirÁrmann með sinn fyrsta sigur(Umfjöllun)

Ármann með sinn fyrsta sigur(Umfjöllun)

23:47

{mosimage}
(Leikurinn í kvöld)

Ármann/Þróttur og KFÍ mættust í Laugardalshöllinni í kvöld og fóru Ármenningar óvænt með sigur að hólmi eftir spennandi lokamínútur, 80-78.

Leikurinn var jafn framan af, en Ármenningar þó yfirleitt skrefinu framar og leiddu þeir 23-17 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var ósköp svipaðir, liðin skiptust á að leiða og var KFÍ yfir í hálfleik 34-38. 

Í seinni hálfleik virtist svo KFÍ ætla að gera út um leikinn. Hinn 208 cm hái Bojan "Bóbó" Popovic sýndi snilldartakta á 4 mínútna kafla í leiknum þar sem hann skoraði 8 stig, varði 2 skot og stal einum bolta. Náðu Ísfirðingar mest 18 stiga mun, 40-58. Á þessum kafla minnti leikurinn á Stjörnuleik KKÍ, ekki þó endilega vegna tilþrifa heldur vegna þeirra staðreyndar að á tímabili voru 5 erlendir leikmenn KFÍ inná á móti 5 íslenskum leikmönnum Ármanns/Þróttar.

Ármenningar náðu þó að snúa vörn í sókn undir lok leikhlutans og skoruðu 8-0 á stuttum tíma. Liðin skiptust svo á að skora á síðustu mínútunni og staðan 52-62 fyrir KFÍ í lok þriðja leikhluta.

{mosimage}
(Ólafur Ægisson var stigahæstur hjá Ármanni)

En Ármenningar voru komnir í gang og skoraði Sæmundur Oddsson fyrstu 7 stig fjórðaleikhluta og munurinn orðinn 3 stig, 59-62. KFÍ nær þó að vera skrefinu framar með góðri vítanýtingu og tveimur þristum frá Robert og Hjalta en Ármenningar þó alltaf á hælunum á þeim. Þegar rúmar tvær mínútur eru eftir minnkar Ólafur Ægisson muninn í 2 stig, 72-74. Zridan Skoric klúðrar svo troðslu eftir hraðaupphlaup og Ólafur skorar þrist í næstu sókn á eftir og nær forustunni fyrir Ármann í fyrsta sinn síðan í byrjun annars leikhluta. Zrdan Skoric kemur þó KFÍ aftur yfir með körfu en Ármenningar komast í 77-76 með körfu frá Steinari Kaldal.

Síðustu mínútunni verður svo einna helst minnst sem algjöru ,,tjóki" af hálfu KFÍ. Þeir fengu sex víti til að ná forystunni og gera út um leikinn en hittu aðeins úr tveimur. Fyrst jafnaði Bojan leikinn í 77-77 með seinna víti síni. Sæmundur Oddsson setti svo tvö hinu megin á meðan Zrdan Skoric hitti bara úr öðru í næstu sókn á eftir. Þegar 16 sekúndur eru eftir brýtur Bojan á á Ólafi sem settur einungis annað vítið niður og staðan 80-78. KFÍ fer þá í sókn og brýst Robert Mitchell upp að körfunni og er hamraður niður af Berry Timmermans sem fær dæmda á sig óíþróttamannslegavillu fyrir vikið. KFÍ fær þarna gullið tækifæri til að jafna leikinn og fá svo boltann aftur. En Robert misnotar bæði vítinn og innkastssending KFÍ rennur út í sandinn. Ármenningar sigra þar með sinn fyrsta leik í deildinin á meðan KFÍ byrjar 1.deildina með tapi þriðja árið í röð.

Stigahæstur hjá Ármanni/Þrótti var Ólafur Már Ægisson með 19 stig en Steinar Kaldal kom næstur með 14 stig.

Bojan Popovic var bestur Ísfirðinga með 21 stig og 3 varin skot, sem er einu minna en hann varði allt síðasta tímabil.

myndir: Helgi Pálsson og [email protected]

Frétt: [email protected] – Sturla Stígsson

Fréttir
- Auglýsing -