Ármenningar tilkynntu fyrir stundu að liðið hefði samið við Aníku Lindu um að leika áfram með liðinu á komandi leiktíð. Ármann sem eru nýliðar í Bónus deildinni hafa því samið við öfluga leikmenn í sitt lið og ætla sér að koma sér fyrir í efstu deild.
Tilkynningu Ármenninga má finna hér að neðan:
Á dögunum skrifaði Aníka Linda Hjálmarsdóttir undir samning um að leika áfram með Ármann á næstu leiktíð.
Aníka sem kom til liðsins síðasta sumar á öflugan feril með Fjölni, ÍR og Tindastól. Hún var mikilvægur hluti af liðinu sem fór ósigrað í gegnum 1. deildina á nýliðnu tímabili. Aníka er klár í slaginn og hefur metnað til að taka enn stærra hlutverk á næstu leiktíð í deild þeirra bestu.
Það er mikil ánægja með að Aníka verði áfram í búningi Ármanns.
Frekari tíðinda af leikmannamálum er að vænta á næstu dögum.



