spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaArmani Moore kominn með leikheimild “Reyndist ekki vera glæpamaður”

Armani Moore kominn með leikheimild “Reyndist ekki vera glæpamaður”

Stjörnumenn hafa nú loksins fengið leikheimild fyrir nýjan bandarískan leikmann sinn, Armani Moore, sem samdi við liðið fyrir tæpum mánuði síðan. Þetta var tilkynnt á Facebook síðu félagsins í dag.

Moore er 29 ára og hefur áður leikið í Þýskalandi, en hluti af töfinni á því að kappinn fengi leikheimild var sá að þýskt sakavottorð hans hafði ekki skilað sér til Útlendingastofnunar. Nú er sakavottorðið hins vegar komið í hús, og reyndist Moore ekki vera glæpamaður, eins og Stjörnumenn orðuðu það fimlega í tilkynningu sinni. Stjörnumenn munu því tefla fram nýjum leikmanni í næsta leik sínum gegn Tindastóli, fimmtudaginn 9. febrúar n.k.

Fréttir
- Auglýsing -