spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaAriel Hearn til Fjölnis

Ariel Hearn til Fjölnis

Fjölnir hefur samið við Ariel Hearn um að leika með liðinu í fyrstu deild kvenna.

Hearn er 26 ára, 171 cm, leikstjórnandi og skotbakvörður frá Bandaríkjunum sem síðast lék með TV Saarlouis Royals í Þýskalandi. Í 21 leik með liðinu á síðasta tímabili skilaði hún þar 17 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fjölnir er sem stendur í efsta sæti 1. deildarinnar, með 9 sigra og 3 töp það sem af er, en þær hafa sigrað þessa 9 leiki alla í röð. Liðið sem vinnur fyrstu deildina mun leika við liðin í sætum 2-4 í úrslitakeppni um sæti í Dominos deildinni. Sem stendur er Keflavík og Tindastóll í 2.-3. sætinu, einum sigurleik fyrir neðan Fjölni og ÍR og Njarðvík í 4.-5. sætinu, tveimur sigurleikjum fyrir neðan efsta sætið

Fréttir
- Auglýsing -