Fjölnir hefur smið við hina bandarísku Ariana Moorer um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna.
Moorer er 29 ára bakvörður sem ætti að vera aðdáendum Dominos deildarinnar kunn, en hún lék með liði Keflavíkur tímabilið 2016-17, þar sem hún var lykilleikmaður í Íslands og bikarmeistaraliði félagsins.
Tímabilið 2016-17 skilaði hún 17 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í 28 leikjum fyrir Keflavík.
Mun Moorer koma í stað Areil Hearn, sem lék með Fjölni í fyrstu deildinni og stóð til að yrði með þeim í Dominos deildinni í vetur, en vegna meiðsla sem hún hlaut á dögunum mun hún ekki vera með liðinu á komandi tímabili.