08:54
{mosimage}
(Ari var fjarri því kátur með vistaskipti landsliðsmiðherjans)
Ari Gunnarsson var nýverið ráðinn þjálfari Valskvenna í Iceland Express deildinni og tók hann við þeim starfa af Rob Hodgson. Karfan.is leitaði viðbragða Ara við því að Signý Hermannsdóttir, landsliðsmiðherjinn öflugi, hefði ákveðið að ganga í raðir KR. Þetta hafði Ari um málið að segja:
,,Ég er gríðarlega svekktur og sár, eins og allir vita er ekki hægt að keppa við KR, ekki á neinum sviðum. Annars tel ég það mikilvægt núna að halda öllum öðrum leikmönnum sem eftir eru og vona svo sannarlega að KR láti þá vera,“ sagði Ari sem hefur þegar farið af stað með Valsliðið á nokkrum æfingum.



