spot_img
HomeFréttirAri mun stýra Leikni í 1. deild

Ari mun stýra Leikni í 1. deild

Ari Gunnarsson mun stýra nýliðum Leiknis í 1. deild karla á næstu leiktíð en þetta staðfesti þjálfarinn við Karfan.is sem og formaður KKD Leiknis, Samson Magnússon. Ari þjálfaði Valskonur á síðustu leiktíð en færir sig nú um set í höfuðborginni.
,,Þetta leggst vel í mig þó það gangi mjög illa að fá æfingatíma, hópurinn er samheldinn og þessir strákar eru búnir að spila bolta í langan tíma og vilja henda sér út í grunnulaugina. Vonandi ná þeir að synda yfir í þá djúpu á næstu árum,” sagði Ari við Karfan.is.
 
Samningum milli Ara og Leiknis er þó ekki lokið þó svo þjálfarinn hafi stýrt nokkrum æfingum en vonast er til að ganga frá þeim málum á næstunni.
 
Ljósmynd/ Ari Gunnarsson hefur þegar stýrt nokkrum æfingum hjá nýliðum Leiknis en á eftir að klára pappírsmálin við félagið.
 
Fréttir
- Auglýsing -