Lokahóf meistaraflokks karla hjá FSu var haldið sl. laugardag á Hótel Selfossi. Að vana voru veittar viðurkenningar fyrir tímabilið en FSu endaði í sjöunda sæti 1. deildar karla eftir að hafa fallið úr efstu deild fyrir ári síðan.
Liðið ætlar sér stærri hluti á næsta tímabili og hafa nú þegar skrifað undir samninga við nokkra sterka heimamenn sem munu leika með liðinu áfram.
Viðurkenningar kvöldsins má finna hér að neðan en nánari lýsing og myndir frá lokahófinu má finna á heimasíðu FSu.
Besti leikmaður:
Ari Gylfason
Besti varnarmaður:
Ari Gylfason
Besti ungi leikmaður: Helgi Jónsson
Mestu framfarir: Jón Jökull Þráinsson
Besti liðsfélaginn: Hlynur Hreinsson
Vinnuhesturinn: Svavar Ingi Stefánsson