spot_img
HomeFréttirAri Gunnarsson: Boozt fyrir okkur að vinna svona gott lið eins og...

Ari Gunnarsson: Boozt fyrir okkur að vinna svona gott lið eins og Hauka

Ari Gunnarsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með leik síns liðs eftir góðan sigur gegn Haukum í DHL-höllinni í kvöld.  KR spilaði virkilega sterkan varnarleik og hélt Haukum t.d. aðeins í 8 stigum í öðrum leikhluta.

"Já, núna ákvað liðið að koma saman og spila liðsbolta og liðsvörn og það hepnaðist mjög vel.  Maður vill náttúrulega alltaf byggja á góðum varnarleik og það small í dag, það small ekki í síðasta leik.  Svona er þetta bara en að sjálfsögðu, við ætlum að byggja á varnarleik".  

Liðin voru fyrir leikinn hnífjöfn með 22 stig í 3-4 sæti deildarinnar og KR er því með þessum sigri að tylla sér í þriðja sætið.  Haukar hafa reynst KR erfiðir í vetur og því hefur þessi sigur líklega verið þeim kærkominn.

"það er náttúrulega alltaf gott að vinna, þetta eru búnir að vera skemmtilegir leikir á móti Haukum og Haukarnir eru með mjög gott lið.  Að sjálfsögðu er þetta boozt fyrir okkur að vinna svona gott lið eins og Hauka".  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -