spot_img
HomeFréttirAri Gunnarsson aftur til Vals

Ari Gunnarsson aftur til Vals

Ari Gunnarsson er kominn aftur heim í Val. Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn í þjálfarateymi Vals í körfuknattleik þar sem hann mun vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og einnig þjálfa á elsta unglinga stigi. Þetta kemur fram á Valur.is.
 
Á Valur.is segir einnig:
 
Ari er uppalinn Valsari, spilaði alla yngri flokka með Val og í mfl.  1989-1993. Ari spilaði einnig í úrvalsdeild með Skallagrími og Hamri og á að baki 20 ára feril sem leikmaður. 
 
Ari hefur þjálfað hjá þremur félögum í úrvalsdeild kvenna Hamar 2007-2009, Val 2010-2011 og KR 2011-2012. Ari og Ágúst Björgvinsson þjálfari mfl.karla þekkjast vel þar sem þeir hafa áður unnið saman í þjálfun hjá meistaraflokki karla hjá Hamri 2007-2009 þar sem Ari var leikmaður og aðstoðarþjálfari. Ari mun leysa Sævald Bjarnason af hólmi og viljum við í Val þakka Sævaldi fyrir góð störf í þágu félagsins.
  
Fréttir
- Auglýsing -