spot_img
HomeFréttirAri Gunnarson: Sérstaklega gaman fyrir gamlan valsara

Ari Gunnarson: Sérstaklega gaman fyrir gamlan valsara

19:15
{mosimage}

Ari Gunnarsson, þjálfari Hamars var að vonum ánægður með sitt lið eftir sigurinn á KR í dag.  Hann sagði það vera sérstaklega gaman fyrir gamlan Valsara eins og hann.  Hamar hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel og segir Ari stefnan sett á toppbaráttuna.  “  Við stefnum þangað.  Við stefnum á þessi efstu fjögur og þetta er góður sigur á leiðinni þangað”.  
Hamar spilaði á köflum fínana varnarleik en Ari var þó ekki nógu sáttur með varnarleikinn í heild.  “ Við spiluðum góðan varnarleik á köflum en ég var ekki alveg sáttur við varnarleikinn.  Við erum að reyna að vinna í því að spila góðan varnarleik en þær skora samt 65 stig”.  Ari var þó mjög ánægður með liðsheildina í leiknum í dag.  “ Mér fannst það skila sér að liðið er farið að spila saman sem ein heild og ég sá glitta í það í dag”.  Það er ekki stefnan í Hveragerði að erlendu leikmenn liðsins verði þungamiðja sóknarleiks liðsins og þarna vill Ari meina að styrkleikurinn liggji “ þær styrkja liðið en gera hina betri”

Fréttir
- Auglýsing -