spot_img
HomeFréttirAri: Getum vel strítt Haukum

Ari: Getum vel strítt Haukum

14:20
{mosimage}

 

(Ari Gunnarsson) 

 

Ari Gunnarsson og lærisveinar hans í Hamri frá Hveragerði fá það vandasama verkefni að mæta bikarmeisturum Hauka í 8 liða úrslitum snemma á nýja árinu. Hamar á í miklum botnslag í Iceland Express deildinni á meðan Haukar eru í toppbaráttunni svo fyrirfram myndu flestir spá Haukum áfram í undanúrslitin.

 

,,Við ætlum okkur að standa okkur betur á nýja árinu en við gerðum á þessu ári. Bikarkeppnin er skemmtileg upp á það að gera að allt getur gerst í þessari keppni og við í Hamri erum vel fær um að stríða Haukum,” sagði Ari í samtali við Karfan.is

 

Ari var Pétri Ingvarssyni til aðstoðar þegar Hamar mætti ÍR í bikarúrslitum karla í fyrra og hann getur væntanlega miðlað þeirri reynslu til sinna leikmanna. ,,Hjá sumum gerist það bara einu sinni að komast í bikarúrslitin og ég vona að ég geti miðlað einhverju til stelpnanna. Haukarnir hafa verið upp og niður í ár og við getum vel strítt þeim,” sagði Ari sem telur að Hamar eigi meira inni en liðið hefur sýnt til þessa.

 

,,Já, ekki spurning, ég vil koma þessu liði á meðal fjögurra bestu liða landsins, það er eitt af mínum markmiðum. Við stefnum hærra en það sæti sem við erum í núna,” sagði Ari sem tekur í kvöld á móti Val í Hveragerði.

,,Þetta verður slagur gegn Val í kvöld og ég tel reyndar að Valur hafi leikið undir getu að undanförnu. Við ætlum okkur bara sigur og tryggja okkur fimmta sætið í augnablikinu.” 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -